Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvetur til aðgæslu í höfnum og með ströndinni þar sem sjór getur gengið á land
Þriðjudagur 4. janúar 2022 kl. 18:30

Hvetur til aðgæslu í höfnum og með ströndinni þar sem sjór getur gengið á land

Landhelgisgæslan vekur athygli á slæmri veðurspá næstu daga, sérstaklega annað kvöld og fram á fimmtudag. Veðurspár gera ráð fyrir suðaustan hvassviðri í fyrramálið en að heldur dragi úr vindi seinni partinn á morgun.

Annað kvöld og aðfaranótt fimmtudags nálgast landið óvenju djúp lægð með mjög hvössum suðlægum vindi og mikilli ölduhæð og má því gera ráð fyrir miklum áhlaðanda.

Stórstreymt er í dag en næstu daga má einnig gera ráð fyrir óvenju hárri sjávarstöðu vegna áhlaðanda sem skapast vegna lágs loftþrýstings og ölduhæðar. Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu í höfnum og með ströndinni þar sem sjór getur gengið á land, á það sérstaklega við sunnan- og vestanlands.



Meðfylgjandi er ölduspá sem fengin er af brunni Veðurstofunnar og gildir hún kl 1200 á fimmtudag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024