Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvetur meirihlutann  til að þrýsta á stjórnvöld
Föstudagur 16. október 2020 kl. 07:13

Hvetur meirihlutann til að þrýsta á stjórnvöld

Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Reykjanesbæ, hvetur meirihlutann í bæjarstjórn Reykjanesbæjar til að þrýsta á stjórnvöld um að ráðist verði í sjóvarnir við Njarðvíkurhöfn vegna mikilvægrar atvinnuuppbyggingar. Margrét bókaði við fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þar sem skipaþjónustuklasi við Njarðvíkurhöfn var til umfjöllunar.

„Ég styð málið heilshugar, mikilvægt í atvinnuuppbyggingu á erfiðum tímum. Við verðum að hafa fjölbreyttara atvinnulíf, það höfum við svo sannarlega séð það núna þegar hrun hefur orðið í okkar stærstu atvinnugrein, ferðaþjónustunni. Ég hvet meirihlutann til að þrýsta á stjórnvöld um að ráðist verði strax í sjóvarnir í Njarðvíkurhöfn, sem er forsenda þess að þetta metnaðarfulla verk á vegum Skipasmíðastöðvarinnar verði að veruleika.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024