Fréttir

Hvetja veitingastaði til að bjóða Suðurnesjafólki tilboð
Issi hefur þegar brugðist við kallinu og býður tilboð kl. 18:00 til 20:00.
Laugardagur 10. febrúar 2024 kl. 11:49

Hvetja veitingastaði til að bjóða Suðurnesjafólki tilboð

Yfirvöld almannavarna á Suðurnesjum hvetja veitingahús og fyrirtæki sem selja tilbúinn heitan mat til að bjóða íbúum Suðurnesja upp á tilboð.

Þetta er gert til að minnka álag á heimilum á rafmagnsnotkun en veitingahúsin í Reykjanesbæ eru á öflugri rafmagnstengingu en heimilin.

Veitingastaðir sem bjóða Suðurnesjafólki tilboð geta sent upplýsingar um það á póstfang Víkurfrétta, [email protected], og við deilum upplýsingunum með lesendum.

Þegar hefur ISSI FISH&CHIPS á Fitum í Reykjanesbæ brugðist við og er með tilboð á venjulegum fiskrétti á kr. 2200 frá kl. 18:00 til 20:00.
Antons Mamma Mia við Hafnargötu í Keflavík býður uppá TAKE AWAY TILBOÐ í þessu ástandi og ætla að vera með 2 x pizzur af matseðli ásamt brauðstöngum á 4990,- gildir eingöngu í TAKE AWAY.

Stapagrill í Innri-Njarðvík er með laugardags-fjölskyldutilboð á 5990 kr. Þá er Stapagrill einnig með 10% afslátt af öllu á matseðli vegna ástandsins sem nú ríkir.

Public deli á Ásbrú er með Fjölskyldutilboð á 16" pizzum Public deli pizza, Kjötveisla, Fajita + 15 stk vængir. Þú velur eina pizzu +15 kjúklingavængi á 6990 og 2 fyrir 1 Brió eða Gull Lite Premium.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024