Hvessir síðdegis
Veðurhorfur næsta sólarhring
Austan 8-13 m/s og rigning eða slydda með köflum, en snýst vestan 13-20 síðdegis, hvassast við ströndina. Um og upp úr miðjum degi hvessir af vestri, fyrst sunnan- og suðvestanlands. Þá éljagangur og vaxandi hálka með kvöldinu um allt vestanvert landið. Lægir og léttir til í nótt og á morgun. Hiti 0 til 5 stig.