Hvessir seinnipartinn með rigningu
Faxaflói:
Suðaustan 8-13 m/s en hvessir með rigningu seint í dag. Suðaustan 8-13 rigning með köflum á morgun. Hiti 10 til 15 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á mánudag:
Suðvestan 8-13 m/s og skúrir sunnan- og vestanlands, en bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 10-16 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á þriðjudag:
Gengur í sunnan 13-18 m/s með rigningu vestanlands og hvessir enn frekar um kvöldið. Hægari suðlæg átt og þurrt austantil. Milt veður.
Á miðvikudag:
Sunnan og síðar suðvestan hvassviðri með talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands, en úrkomulítið á Norðurlandi. Áfram hlýtt í veðri.
Á fimmtudag og föstudag:
er útlit fyrir hvassa suðvestanátt með skúrum, en þurrt að mestu norðaustanlands. Kólnar lítið eitt.