Hvessir og rigning síðdegis
Vaxandi suðaustanátt, 13-20 m/s og rigning síðdegis. Suðaustan 8-15 seint í kvöld. Hlýnandi, hiti 7 til 12 stig síðdegis.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp, 13-18 m/s og rigning síðdegis. Hægari seint í kvöld. Hiti 5 til 12 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Hæg vestlæg átt og stöku skúrir, en suðaustan 8-13 m/s og dálítil rigning SV-lands síðdegis. Suðvestlægari og víða væta um kvöldið, síst þó NA-lands. Hiti 5 til 10 stig.
Á laugardag:
Norðlæg eða breytileg átt og rigning með köflum. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast SA-lands.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Norðlæg átt og rigning eða slydda með köflum N-til, en annars yfirleitt þurrt. Hiti 1 til 10 stig, mildast syðst.