Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvessir og kólnar
Laugardagur 17. nóvember 2007 kl. 10:02

Hvessir og kólnar

Það verður Vaxandi norðan átt við Faxaflóann í dag og stöku él, 15-20 síðdegis, en minnkandi vindur í nótt. Vestlæg átt 5-10 m/s á morgun og léttskýjað að mestu. Frost 1 til 6 stig, en um frostmark við ströndina.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:


Á mánudag:
Suðvestan 8-13 m/s um landið vestanvert, smásúld og hiti 3 til 7 stig. Hægari vindur um landið austanvert, léttskýjað og vægt frost.

Á þriðjudag:
Stíf suðvestan og vestanátt með éljum, en bjartviðri austanlands. Kólnandi.

Á miðvikudag:
Norðvestlæg átt og víðast bjart og þurrt. Frost 1 til 10 stig, hiti 0 til 4 stig við suðvesturströndina.

Á fimmtudag:
Snýst í suðlæga átt með slyddu suðvestan og vestantil og heldur hlýnandi veðri, en áfram bjart og kalt norðan- og austanlands.

Á föstudag:
Útlit fyrir suðaustlæga átt með slyddu eða rigningu víða um land. Hiti um og yfir frostmarki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024