Hvessir með deginum
Klukkan 6 voru austan og norðaustan 8-13 m/s og snjókoma eða él sunnanlands, annars hægari breytileg átt og skýjað með köflum. Frost um nær allt land, mest 14 stig á Gagnheiði.
Yfirlit
Yfir vestanverðu landinu er dálítið lægðardrag, en langt SV í hafi er 961 mb lægð á norðausturleið. Yfirlit gert 10.01.2007 kl. 03:52
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Vaxandi austlæg átt þegar líður á daginn, víða 10-18 m/s síðdegis. Snjókoma eða él S-lands og síðar einnig á A-landi, annars úrkomulítið. Minnkandi frost. Norðan 10-18 í kvöld, en lægir og léttir til víða um land í fyrramálið.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Vaxandi A-læg átt, 10-15 m/s upp úr hádegi. Skýjað með köflum og stöku él, einkum sunnantil. Frost 1 til 7 stig. Norðan 13-18 og léttskýjað í kvöld, en lægir í fyrramálið. Suðaustan 3-8 og él síðdegis á morgun.