Hvessir í kvöld og nótt með éljum eða slydduéljum
Norðaustlæg átt 5-13 m/s og bjart að mestu við Faxaflóa í dag. Hvessir í kvöld og nótt með éljum eða slydduéljum, norðaustan 10-18 undir morgun, en léttir til þegar líður á daginn. Frost 0 til 7 stig, en heldur mildara í nótt, segir í spá Veðurstofu Íslands.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan og norðaustan 3-10 m/s og bjart með köflum. Hvessir í kvöld með éljum eða slydduéljum, norðaustan 8-15 seint í nótt. Léttir til í fyrramálið og bjart að mestu á morgun. Frost 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðlæg átt 10-18 m/s, hvassast norðantil og él, en léttskýjað um landið sunnan- og suðvestanvert. Frost 1 til 10 stig, inn til landsins.
Á fimmtudag:
Hvöss norðan og norðvestan átt. Víða snjókoma eða él, einkum um landið norðvestanvert, en úrkomulítið sunnan- og suðaustanlands. Dregur heldur úr frosti.
Á föstudag:
Norðlæg átt 8-15 m/s og éljagangur fyrir norðna, en léttir til fyrir sunnan. HÆgari og úrkomuminna um kvöldið. Frost 0 til 7 stig.
Á laugardag:
Norðlæg eða breytileg átt 5-10 m/s og dálítil él, einkum norðantil. Kalt í veðri.
Á sunnudag:
Útlit fyrir vaxandi sunnan átt með snjókomu eða slyddu, einkum sunnan- og vestanlands og hlýnar í veðri.