Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvessir í kvöld
Miðvikudagur 12. desember 2007 kl. 09:21

Hvessir í kvöld

Veðurspá fyrir Faxaflóa
Sunnan 5-10 m/s og úrkomulítið. Gengur í suðaustan 10-18 með rigningu eftir hádegi. Hvessir í kvöld, suðaustan 18-25 m/s upp úr miðnætti og víða hvassar vindhviður. Suðlæg átt 13-18 á morgun og rigning með köflum. Hiti 0 til 6 stig.
Spá gerð: 12.12.2007 06:37. Gildir til: 13.12.2007 18:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Suðaustan stormur og rigning sunnan- og vestanlands, en suðaustan 13-18 m/s og úrkomulítið norðaustantil. Lægir með kvöldinu. Hiti 2 til 7 stig.

Á laugardag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt og þurrt að mestu. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost til landsins.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Suðlægar áttir og vætusamt, einkum sunnanlands og fremur milt.
Spá gerð: 12.12.2007 08:31. Gildir til: 19.12.2007 12:00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024