Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvers virði er vörumerkið mitt?
Sunnudagur 29. nóvember 2015 kl. 18:24

Hvers virði er vörumerkið mitt?

-hádegiserindi í Eldey frumkvöðlasetri

Alexandra Tómasdóttir miðlar af fróðleik um vörumerkjastjórnun í hádegiserindi í Eldey komandi þriðjudag 1. desember kl. 12:00. Þar segir hún m.a. frá sniðugum aðferðum sem kosta lítið við markaðssetningu.

Alexandra er viðskiptafræðingur og með meistarapróf í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum og hefur starfað sem vörumerkjastjóri Gyðju Collection.
Áhugasemir geta fengið stutta persónulega ráðgjöf að loknu erindi.

Skrá þarf þátttöku en boðið er upp á léttar veitingar í hádeginu gestum að kostnaðarlausu.
Fyrirlesturinn fer fram í Eldey frumkvöðlasetri, Grænásbraut 506, 235 Ásbrú.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024