Hvernig stendur Framtíðarsjóður Garðs?
N-listinn hefur lagt fram fyrirspurn varðandi stöðu Framtíðarsjóðs Sveitarfélagsins Garðs. Erindið er dagsett þann 16. apríl sl. en þar óskar N-listinn eftir upplýsingum um stöðu Framtíðarsjóð Sveitarfélagsins Garðs frá 1. júní 2010 til 1. apríl 2014, með nákvæmum skýringum við öllum færslum og samþykktum bæjarstjórnar.
Á fundi bæjarráðs Garðs í vikunni var samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að láta vinna yfirlit og greinargerð, sem nái allt til upphafs Framkvæmdasjóðs árið 2007.