Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvernig nýtum við tækifærin og bætum kjörin?
Miðvikudagur 23. október 2013 kl. 13:23

Hvernig nýtum við tækifærin og bætum kjörin?

Í haust hefur forysta Samfylkingarinnar farið víða og haldið opna fundi um allt land. Fimmtudagskvöldið 24. okt. verður opinn fundur í Reykjanesbæ þar sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, og Oddný Harðardóttir, þingmaður Suðurkjördæmis, ræða hvernig við getum nýtt tækifærin og bætt kjörin.

Fundurinn verður í sal Samfylkingarinnar að Víkurbraut 13 við Keflavíkurhöfn og hefst kl. 20 á fimmtudagskvöld og er öllum opinn og allir velkomnir, segir í tilkynningu frá Samfylkingunni í Reykjanesbæ.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024