Hvernig nýtist Facebook mínu fyrirtæki?
– margir hlýddu á fyrirlestur Þórönnu Jónsdóttur í Eldey
Margir nýttu sér tækifærið og hlýddu á fyrirlestur Þórönnu Jónsdóttur í Eldey frumkvöðlasetri í vikunni en þar sagði hún frá því hvernig samfélagsmiðillinn Facebook getur nýst sprotafyrirtækjum til markaðssetningar.
Facebook er langstærsti samfélagsmiðillinn á Íslandi og notendur ein billjón í heiminum. Að sögn Þórönnu skiptir mestu máli að efnið sem miðlað er á Facebook sé áhugavert því annars minnkar sýnileiki. Þar skiptir mestu að byggja upp samband við viðskiptavini á persónulegum nótum og þekkja þarfir hans og uppfylla.