Hvernig nýtast samfélagsmiðlar fyrirtækjum?
- Hádegisfyrirlestur í Krossmóa
Næsti fræðslufundur Heklunnar og Kaupfélags Suðurnesja fjallar um það hvernig samfélagsmiðlar nýtast fyrirtækjum.
Þar munu þeir Gunnar Hörður Garðarsson samfélagsmiðlastjóri Markaðsstofu Reykjaness og Atli Sigurður Kristjánsson verkefnastjóri markaðsdeildar í Bláa Lóninu segja frá því hvernig þeir nota samfélagsmiðla í starfi sínu og hvaða árangri það hefur skilað.
Fyrirlesturinn verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 7. nóvember kl. 12 - 13:00, Krossmóa 4, 5. hæð og er hann öllum opinn og ókeypis. Skrá þarf þátttöku á fundinn hér.
Boðið verður upp á léttar veitingar fyrir fyrirlesturinn.