Hvernig kemst fólk í hjólastólum inn á kosningaskrifstofur í Reykjanesbæ?
Tveir fulltrúar MND félagsins á Íslandi voru á ferð í Reykjanesbæ í dag með það að markmiði að gera úttekt á aðgengi þeirra sem bundnir eru við hjólastóla að kosninaskrifstofunum. Fulltrúar félagsins reyndu að komast inn á skrifstofur Frjálslynda flokksins, Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og hjá Samfylkingunni. MND félagið er félag fólks með hreyfitaugahrörnun.
Frá skoðunarferðinni og óvísindalegum niðurstöðum hennar verður greint hér á vf.is um helgina, en samskonar könnun er einnig gerð á kosningaskrifstofum í Suðvesturkjördæmi og báðum Reykjavíkurkjördæmunum.
Meðfylgjandi mynd var tekin á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ en það var eina kosningaskrifstofan þar sem útsendarar MND félagsins náðu tali af frambjóðenda en á myndinni eru Guðjón Sigurðsson formaður og Kristinn Guðmundsson meðstjórnandi að ræða við Odnýju Guðbjörgu Harðardóttur sem skipar 2. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Nánar hér á vf.is um helgina.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson