Hvernig á húsið að vera á litinn?
Nú er unnið að því að mála gömlu Dráttarbrautina í Keflavík. Eitthvað virðist vera óljóst hverning húsið eigi að vera á litinn og lengi framan af voru forráðamenn SBK óákveðnir um hvernig húsið ætti að vera. Nú er verið að mála húsið og ekki ennþá ljóst hvernig það verður á litinn. Verður húsið rautt eða grátt. Þú getur tekið þátt í skoðanakönnun um málið með því að svara spurningunni hér á síðunni.Það skal tekið fram að endanlegur litur hefur verið ákveðinn - en eigendur hússins hafa ennþá tækifæri til að skipta um skoðun ef skoðanakönnun VF.IS leggur þeim línurnar...