Hverjir teljast vera áhrifavaldar í dag?
- hádegisfyrirlestur Heklunnar og Kaupfélags Suðurnesja
Fjallað verður um áhrifavalda og áhrif þeirra í dag á hádegisfundi Heklunnar og Kaupfélags Suðurnesja í hádeginu á morgun, 4. desember en þar mun Anna Þorsteinsdóttir meðeigandi og starfsmaður Sahara sem er stafræn auglýsingastofa velta upp spurningum eins og: Eru lög og reglur tengt áhrifavöldum nægilega skýrar og notendavænar - hvar liggja mörkin?
Fyrirlesturinn hefst kl. 12 og stendur til 13. Boðið verður upp á létt snarl og kaffi á staðnum og er aðgangur öllu opinn.
Fundurinn er haldinn að Krossmóa, að þessu sinni í Vogum, sal MSS á 2. hæð.
Hér má skrá sig á viðburðinn.