Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 24. febrúar 2002 kl. 02:07

Hvergi mjótt á munum í prófkjörinu

Hvergi var mjótt á munum í prófkjöri Samfylkingarinnar í gær. Úrslit voru ljós eftir miðnættið. Jóhann Geirdal fékk örugga kosningu í fyrsta sætið, eins og greint hefur verið frá. Aðrir sem sóttust eftir 1. sæti voru Guðbrandur Einarsson og Skúli Thoroddsen. Guðbrandur fékk 425 atkvæði í 1. sætið en Skúli fékk 133 atkvæði í 1. sæti. Guðbrandur hafnaði í 3. sæti í prófkjörinu en Skúli í því sjöunda.1. Jóhann Geirdal 546 atkv. í 1. sæti

2. Ólafur Thordersen 671 atkv. í 1.-2. sæti

3. Guðbrandur Einarsson 632 atkv. í 1.-3. sæti

4. Sveindís Valdimarsdóttir 709 atkv. í 1.-4. sæti

5. Eysteinn Eyjólfsson 665 atkv. í 1.-5. sæti

6. Friðrik Ragnarsson 677 atkv. í 1.-6. sæti

7. Skúli Thoroddsen 754 atkv. í 1.-7. sæti

8. Agnar Breiðfjörð 803 atkv. í 1. -8. sæti

Alls kusu 1613 í prófkjörinu. Gild atkvæði voru 1584 en 29 atkv. voru auð eða ógild.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024