Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hverfalöggæsla mikilvæg fyrir sveitarfélögin
Lögregla að störfum.
Þriðjudagur 8. júlí 2014 kl. 09:00

Hverfalöggæsla mikilvæg fyrir sveitarfélögin

Löggæslustöðvum og -mönnum fækkaði út fimm í fjórar.

Nokkur breyting varð á hverfalöggæslu í umdæminu lögreglunnar á Suðurnesjum í fyrra, er fram kemur í ársskýrslu embættisins. Áður höfðu verið starfræktar fimm hverfalöggæslustöðvar en eru nú fjórar. Stöðin sem var á Ásbrú hafi verið aflögð en hverfinu engu að síður vel sinnt af vöktum almennu deildarinnar, sem eru gerðar út frá lögreglustöðinni við Hringbraut í Reykjanesbæ.

Hverfalöggæslustöðvar eru nú starfræktar í Grindavík, Sandgerði, Garði og Vogum. Tveir lögreglumenn sinna þessum bæjarfélögum sem hverfalöggæslumenn en höfðu áður verið þrír. Hverfalöggæslunni er skipt þannig að annar hverfalöggæslumannanna annast Garð og Sandgerði en hinn Grindavík og Voga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hlutverk hverfalöggæslumanna felst einkum í því að vera á verði gegn hvers kyns brotastarfsemi og að leitast við að sporna við óæskilegri hegðun. Þá koma hverfalöggæslumenn að fundum embættisins með bæjarstjórnum og lykilmönnum allra bæjarfélaga í umdæminu þar sem farið er yfir þróun brota og verkefni lögreglu. Slíkir fundir hafa reynst mjög vel enda koma þar fram sjónarmið og væntingar bæjarfélaganna þegar áherslur eru lagðar á löggæslu innan hvers bæjarfélags.