Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hver vill taka að sér Sandgerðisdaga?
Frá Sandgerðisdögum sl. haust. VF-mynd: Hilmar Bragi
Fimmtudagur 5. mars 2015 kl. 15:18

Hver vill taka að sér Sandgerðisdaga?

– bæjaryfirvöld senda félagasamtökum bréf um bæjarhátíðina

Bæjarráð Sandgerðis hefur falið fræðslu- og menningarfulltrúa að rita formönnum Knattspyrnufélagsins Reynis, Kvenfélagsins Hvatar, Björgunarsveitarinnar Sigurvonar, Golfklúbbs Sandgerðis, Lionsklúbbs Sandgerðis og Listatorgs bréf þar sem kannað verði hvort félögin séu tilbúin til að taka að sér undirbúning og framkvæmd Sandgerðisdaga 2015, annað hvort ein sér eða í samvinnu við önnur félög í bænum.

Í minnisblaði ferða- og menningarfulltrúa um undirbúning og framkvæmd Sandgerðisdaga 2015 kom fram að Kvennakór Suðurnesja sjái sér ekki fært að taka að sér undirbúning hátíðarinnar í ár.

Atvinnu-, ferða- og menningarráði Sandgerðis er falið að vinna úr svörum formanna félaganna þegar þau berast og leggja tillögur fyrir bæjarráð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024