Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 11. janúar 2001 kl. 10:40

Hver verður Ungfrú Suðurnes 2001?

Leitin er hafin að Ungfrú Suðurnes 2001. Keppnin hefur verið haldin með miklum glæsibrag í mörg ár hér suður með sjó og enginn vafi er á að svo verður aftur nú.
Fegurðardrottningum héðan hefur gengið vel í öðrum fegurðarsamkeppnum og sumar þeirra hafa vakið mikla athygli í kjölfar keppninnar og náð að vinna sér nafn sem fyrirsætur. Þátttaka í keppninni er gott tækifæri fyrir stúlkur sem hafa áhuga á taka þátt í skemmtilegri keppni og njóta góðs félagsskapar. Lovísa Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri keppninnar og tekur við ábendingum í síma 421-6362.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024