Hver verður næsti Listamaður Reykjanesbæjar?
Í lok hvers kjörtímabils er listamaður Reykjanesbæjar útnefndur af bæjarráði samkvæmt reglugerð en Listamaður Reykjanesbæjar ber nafnbótina í fjögur ár, 2018-2022.
Auglýst verður eftir tillögum og hvetur menningarráð bæjarbúa til að senda inn rökstuddar tillögur á netfangið [email protected].
Allar listgreinar og öll listform koma til greina.
Listamaður Reykjanesbæjar
2014 Sigurður Sævarsson, tónskáld
2009 Ragnheiður Skúladóttir, píanóleikari
2005 Rúnar Júlíusson, tónlistarmaður
2001 Gunnar Eyjólfsson, leikari
1997 Sossa Björnsdóttir, listmálari
1994 Hilmar Jónsson, rithöfundur
1993 Halla Haraldsdóttir, listmálari
1992 Gunnar Þórðarson, tónlistarmaður
1991 Erlingur Jónsson, myndhöggvari