Hver verður Listamaður Reykjanesbæjar 2022–2026?
Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar vekur á síðasta fundi sínum athygli á að í lok hvers kjörtímabils er listamaður Reykjanesbæjar útnefndur af bæjarráði samkvæmt reglugerð.
Auglýst verður eftir tillögum og hvetur ráðið bæjarbúa til að senda inn rökstuddar tillögur á netfangið [email protected]. Allar listgreinar og öll listform koma til greina.
Hér má sjá viðtal við Eirík Árna sumarið 2018 sem birtist í Víkurfréttum í framaldi af útnefningu hans.