Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hver verður fyrstur?
VF-myndir: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 17. júlí 2012 kl. 06:00

Hver verður fyrstur?

Á hverjum degi fer ótrúlegur fjöldi flugvéla yfir Atlantsála, bæði vestur um haf og aftur til Evrópu. Séð frá jörðu mynda þessar flugvélar oft hvítar rákir í himinhvolfið.

Í gær vöktu þrjár samsíða rákir athygli. Rákin í miðjunni var lengst og voldugust. Þar hefur örugglega verið á ferðinni fjögurra hreyfla farþegaþota á meðan ofan og neðan við rákina mátti sjá minni rákir, hugsanlega eftir tveggja hreyfla vélar.

Efri myndin var tekin fyrst og þá má sjá rákina í miðjunni hafa forskot. Það varði stutt, því hálfri mínútu síðar var sú efsta komið með forskotið. Úrslitin í þessu kappflugi yfir Reykjanesskagann höfum við ekki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024