Hver verður framtíð Poppminjasafnsins?
Mikil umræða hefur verið um Poppminjasafnið og framtíð þess að undanförnu og nú hefur Íris Jónsdóttir tekið við af Einari Erni Einarssyni, sem umsjónarmaður þess. Kjartan Már Kjartansson (B) vakti máls á ástandi þess fyrir skömmu, á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Þá kom fram að hluti þess hefði verið fjarlægður af veitingahúsinu Glóðinni án samþykkis þeirra sem lánuðu sínar persónulegu eigur á safnið, í þeirri trú að minningarnar og sagan yrði þar vel varðveitt.Menningar- og safnaráð hefur lagt til að framkvæmdum við norðurenda Duus-húsanna verði flýtt, þannig að Poppminjasafnið fái varanlegt húsnæði. Ráðið leggur einnig til að munum safnsins, sem nú eru í geymslu, verði komið í geymslu í áhaldahúsi bæjarins, þar til norðurendi Duus-húsanna verði tilbúinn að taka við safninu.