Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hver verður flugstefnan?
Mánudagur 20. janúar 2020 kl. 11:18

Hver verður flugstefnan?

Ragnhildur Geirsdóttir mun segja frá helstu niðurstöðum verkefnahóps um Flugstefnu Íslands

Ragnhildur Geirsdóttir mun segja frá helstu niðurstöðum verkefnahóps um Flugstefnu Íslands á hádegisfundi Heklunnar og Kaupfélags Suðurnesja sem haldinn verður á morgun að Krossmóa 4, 5. Hæð.

Flugstefnunni sem nú er til meðferðar hjá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti er ætlað að skapa umhverfi sem viðheldur grunni fyrir flugrekstur og flugtengda starfsemi á Íslandi. Flugstefnan er liður í stefnumörkun samgönguáætlunar en mikil umsvif á sviði flugs á Íslandi hafa aukið þörf á slíkri stefnu.

Verkefnahópurinn var tilnefndur af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu haustið 2018 og fjallaði hann um flugrekstur og alþjóðaflugvelli, almannaflug – menntun og þjálfun og opinbert umhverfi til flugrekstrar og flugleiðaþjónustu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 Ragnhildur er forstjóri Reiknistofu bankanna en áður hefur hún m.a. starfað sem aðstoðarforstjóri Wow air, forstjóri Promens hf og forstjóri FL Group.

Fundurinn hefst kl. 12 og boðið verður upp á léttar veitingar á staðnum. Allir eru velkomnir á fundinn.