Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hver ók á vegginn?
Mánudagur 11. júní 2007 kl. 09:26

Hver ók á vegginn?

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir ökumanni bifreiðar sem ók utan í hleðsluvegg á Ægisvöllum í Keflavík um helgina, líklega s.l. föstudagskvöld. Veggurinn er mikið skemmdur en tjónvaldurinn fór af staðnum. Ef einhver getur veitt upplýsingar um þetta mál er viðkomandi beðinn um að hafa samband við lögreglu.

Umferðaróhapp varð  í gærkvöld á gatnamótum Reykjanesbrautar og Stekks í Njarðvík.  Ökumaður bifreiðar ók yfir umferðareyju er hann hugðist akan inn á Stekk.  Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar og reyndist hann óslasaður.  Bifreiðin var hins vegar óökufær og þurfti að flytja á brott með dráttarbifreið.

Þá var einn ökumaður stöðvaður á Reykjanesbraut grunaður um ölvun við akstur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024