Hver er stefna Voga í útbreiðslu lúpínu?
Hver er stefna sveitarfélagsins Voga þegar kemur að útbreiðslu lúpínu í Vogum? Þetta er meðal þess sem umhverfis- og skipulagsnefnd Voga þarf að velta fyrir sér eftir að bæjarráð Voga vísaði erindi Þorvaldar Arnar Árnasonar þangað.
Umhverfis- og skipulagsnefnd fær málið til frekari umfjöllunar og skoði möguleika á mótun stefnu varðandi útbreiðslu lúpínu innan lögsögu sveitarfélagsins.