Hver er maður ársins 2011 á Suðurnesjum?

Dómnefnd mun koma saman í þessari viku til að velja mann ársins 2011 á Suðurnesjum. Valið verður svo kynnt í Víkurfréttum þann 19. janúar nk.
Fjölmargar áhugaverðar ábendingar hafa borist til ritstjórnar en ákveðið hefur verið að gefa frest fram á fimmtudaginn 12. janúar til að koma ábendingum um verðuga einstaklinga til að hljóta nafnbótina „Suðurnesjamaður ársins 2011“.
Ábendingar má senda á póstfangið [email protected].

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				