Hvattur til að efla brettaiðkun í Reykjanesbæ
Erindi frá Hreggvið Ársælssyni, snjóbrettamanni var tekið fyrir á fundi tómstunda- og íþróttaráðs Reykjanesbæjar nýverið. Þar var honum veittur styrkur upp á 30.000 kr. og hann jafnframt hvattur til að reyna að efla brettaiðkun, þ.e. snjóbretti, hjólabretti og sjóskíði sem íþróttagrein í Reykjanesbæ.Hreggviður óskar eftir fjárstuðningi vegna keppni á snjóbrettum. Þar sem Skíðafélag Suðurnesja er í dvala um þessar mundir og Hreggviður getur því ekki fengið aðstoð þaðan, samþykkir TÍR styrk til hans að upphæð 30 þúsund krónur úr Afreks- og styrktarsjóði. TÍR hvetur jafnframt Hreggvið til að reyna að efla brettaiðkun, þ.e. snjóbretti, hjólabretti og sjóskíði sem íþróttagrein í Reykjanesbæ.