Hvatt til aðgæslu vegna stórstreymis
Stórstreymt verður á morgun, laugardag, og há sjávarstaða um helgina. Jafnframt er spáð hvössum vindi af suðlægum áttum næstu daga. Ölduspár gera ráð fyrir mikill ölduhæð suður og vestur af landinu fram á mánudag.
Gera má ráð fyrir talsverðum áhlaðanda við sunnan- og vestanvert landið og sjávarhæð gæti orðið hærri en sjávarfallaútreikningar gefa til kynna.
Hvatt er til aðgæslu við sjávarsíðuna og á hafi úti og að hugað verði að skipum og bátum í höfnum.
Myndin sýnir ölduspá af www.sjolag.is sem gildir kl. 6 í fyrramálið, laugardag.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				