Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar veitt í fyrsta sinn
Föstudagur 5. febrúar 2016 kl. 07:00

Hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar veitt í fyrsta sinn

Ákveðið hefur verið að Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark veiti árlega tvenn verðlaun til einstaklings eða fyrirtækis sem starfar í ferðaþjónustu á Reykjanesi. Annars vegar verða sérstök hvatningarverðlaun fyrir nýsköpun í ferðaþjónustu og hins vegar verðlaun fyrir vel unnin störf innan greinarinnar.
 
Tilnefningar ásamt stuttum rökstuðningi má senda á netfangið [email protected] eða [email protected] fyrir 15. febrúar næstkomandi.
 
Verðlaunin verða afhent miðvikudaginn 2. mars á opnum morgunverðarfundi um ferðaþjónustu og markaðssetningu á vegum Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark. Á fundinum verður haldið áfram að rýna í ímynd Reykjaness auk þess sem horft verður til uppbyggingar á svæðinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024