Hvatagreiðslur til eldra fólks verða 45.000 krónur á ári
Hafþór Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar, kynnti drög að reglum um hvatagreiðslur eldra fólks 67 ára og eldri sem taka gildi 1. janúar næstkomandi á fundi lýðheilsuráðs á dögunum.
Kristján Gunnarsson, formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum, Kristján Gíslason, meðstjórnandi, Sigurbjörg Jónsdóttir, gjaldkeri, og Jón Ólafur Jónsson frá Virkjun tóku þátt í umræðum um hvatagreiðslur eldra fólks.
Hvatagreiðslur eldra fólks eru 45.000 krónur árlega og fyrnast um áramót. Hvatagreiðslur er t.a.m. hægt að nota til að greiða inn á árgjald í Golfklúbbi Suðurnesja.