Hvatagreiðslur hækka í 10.000
840 börn frá 16 félögum sem nýttu sér hvatagreiðslurnar í Reykjanesbæ.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur ákveðið að upphæð á hvatagreiðslum árið 2014 verði 10.000 krónur á hvert barn á grunnskólaaldri til íþrótta, - tómstunda - og listgreinastarfs.
Hvatagreiðslur voru teknar upp að nýju um haustið 2013 en þá var upphæðin 9000 krónur á hvert barn í Reykjanesbæ. Hvatagreiðslur hjá bæjarfélaginu hófust árið 2008 en var um tíma hætt vegna hagræðingar hjá Reykjanesbæ. Árið 2008 nýttu 650 börn greiðslurnar sem voru að upphæð 7000 krónur.
Á árinu 2013 voru 840 börn frá 16 félögum sem nýttu sér hvatagreiðslurnar í Reykjanesbæ. Heildarupphæð greiðslna árið 2013 var samtals 7.560.000 krónur. í samanburði við 4.550.000 kr. árið 2008.