Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvassviðri og væta
Föstudagur 19. október 2007 kl. 09:15

Hvassviðri og væta

Faxaflói
Suðaustan 8-13 m/s og rigning eða súld, en suðlægari og skúrir síðdegis. Suðvestan 15-20 um hádegi á morgun. Hiti 6 til 11 stig.
Spá gerð: 19.10.2007 06:40. Gildir til: 20.10.2007 18:00.


Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Sunnan- og suðaustan 10-15 m/s, en norðaustan 10-15 norðvestanlands. Rigning um allt land, mest þó á Suður- og Vesturlandi. Hiti 4 til 10 stig, hlýjast fyrir austan. Kólnar með hvassri suðvestanátt sunnan- og austanlands seinni partinn, en lægir um nóttina.

Á mánudag:
Gengur í suðaustan hvassviðri með rigningu, fyrst og mest sunnanlands. Hiti 2 til 8 stig, en um frostmark NA-lands um morguninn.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Suðlæg átt. Nokkuð stíf á köflum og vætusamt sunnan og vestanlands, en yfirleitt þurrt og bjart norðaustan- og norðanlands. Fremur milt í veðri.
Spá gerð: 19.10.2007 08:09. Gildir til: 26.10.2007 12:00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024