Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvassviðri og rigning framundan
Laugardagur 24. mars 2007 kl. 09:23

Hvassviðri og rigning framundan

Klukkan 6 var sunnanátt, víða 8-13 m/s. Slydduél voru S- og V-lands, léttskýjað allra austast, en annars skýjað en þurrt. Hiti var 0 til 5 stig.
 
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Vaxandi suðaustanátt með rigningu, 13-20 m/s um hádegi. Hiti 3 til 7 stig. Snýst í suðvestan 13-18 með skúrum seint í dag og fer kólnandi, en síðar éljum. Hægari á morgun og hiti 0 til 4 stig


---------- Veðrið 24.03.2007 kl.06 ----------
   Reykjavík      Slydduél                  
   Stykkishólmur  Slydduél                  
   Bolungarvík    Slydduél                  
   Akureyri       Skýjað                    
   Egilsst.flugv. Léttskýjað                
   Kirkjubæjarkl. Léttskýjað                
   Stórhöfði      Skúr á síð. klst.         
------------------------------------------------

Yfirlit
600 km VSV af Reykjanesi er 975 mb lægð sem þokast NNA.

Veðurhorfur á landinu ásamt viðvörun !
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Viðvörun: Búist er við stormi á miðhálendinu í dag. Spá: Vaxandi SA-átt, 13-20 m/s og rigning eða slydda fyrir hádegi, en hægari og þurrt um landið austanvert fram eftir degi. Snýst í suðvestan 10-15 með éljum vestantil í kvöld, en hægari austantil í nótt og léttir til. Lægir enn frekar á morgun. Hiti 1 til 7 stig. 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024