Hvassviðri á Suðurnesjum
Veðurfræðingar vara við snörpum vindhviðum S- og V-lands fram eftir morgni en töluvert hvassviðri hefur verið á Suðurnesjum í morgun sem og víðar um landið.
Veðurspáin næsta sólarhring gerir ráð fyrir suðaustan 13-20 m/s og slydda eða rigning S- og V-lands. Lægir smám saman í dag og dregur úr úrkomu. Hlýnandi, hiti 2 til 7 stig seinni partinn.