Miðvikudagur 10. desember 2014 kl. 16:43
Hvasst og töluverð hálka á Reykjanesbraut
Ökumenn hvattir til að fara með gát.
Hvöss norðlæg átt er á Reykjanesbraut þessa stundina, 18 metrar á sekúndu, og töluverð hálka á köflum. Eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskoti úr vefmyndavél Vegagerðarinnar, er ekki eins mikill skafrenningur og var á brautinni í morgun. Ökumenn eru þó áfram hvattir til að fara varlega.