Hvasst og rigning
Faxaflói.
Suðaustan 8-15 m/s, hvassast við ströndina og rigning eða súld með köflum. Hiti 8 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Suðaustan 5-10 m/s og rigning sunnan- og suðaustantil á landinu, en skýjað með köflum norðaustanlands. Hiti 9 til 15 stig.
Á miðvikudag:
Austlæg átt með vætu sunnan- og austanlands, en annars úrkomulítið. Hiti 7 til 12 stig.
Á fimmtudag:
Norðaustanátt með rigningu austanlands, en annars úrkomulítið. Milt í veðri.
Á föstudag:
Norðaustan og síðan suðaustanátt, vætusamt austan- og norðantil, en þurrt að mestu suðvestantil. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Útlit fyrir vaxandi suðaustanátt með rigningu sunnan- og vestanlands. Áfram milt í veðri.