Hvasst og él
Suðvestan 10-15 m/s og él við Faxaflóa, hægari síðdegis. Frost 0 til 6 stig. Austan 10-18 og slydda eða snjókoma á morgun, suðlægari og rigning síðdegis. Hlýnandi veður.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 8-15 m/s og él. Hægari vindur síðdegis. Vægt frost. Austan 10-15 og slydda eða snjókoma á morgun, en rigning síðdegis. Hlýnandi.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Minnkandi suðvestanátt og úrkomulítið. Norðlæg átt 5-13 m/s með slyddu eða snjókomu síðdegis, en rigningu við SA-ströndina. Hiti 1 til 5 stig suðaustantil, en annars yfirleitt 0 til 5 stiga frost.
Á föstudag (Þorláksmessa): Ákveðin suðvestan eða vestanátt og él, en léttir til á A-verðu landinu. Frost 0 til 7 stig.
Á laugardag (aðfangadagur jóla): Stíf suðlæg átt með slyddu eða snjókomu, en snýst í vestan átt með éljum þegar líður á daginn. Hlýnar heldur um tíma.
Á sunnudag (jóladagur) og mánudag (annar í jólum): Suðvestanátt og él, en þurrt á NA- og A-landi. Frost 1 til 8 stig.