Hvasst í dag, en lægir í kvöld
Kl. 09 var allhvöss eða hvöss vestanátt SV-lands, en mun hægari suðvestanátt annars staðar. Skúrir eða él, en þurrt á N- og A-landi. Hiti var frá 8 stigum á Seyðisfirði niður í 2 stiga frost í Ólafsvík.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun:
Vestan 13-18 m/s og él. Lægir talsvert í kvöld. Vaxandi suðaustanátt með slyddu og síðar rigningu á morgun, víða 13-18 m/s síðdegis. Frystir í dag, en hlánar aftur á morgun.