Hvasst fram á kvöld
Veðurstofan hefur gefið út viðvörun vegna storms við suður- og vesturströndina í dag. Stormurinn mun ganga niður í kvöld. Einnig mun draga úr úrkomu í kvöld og í nótt. Á morgun verður suðaustan 5 til 13 og úrkomulítið. Hiti 8 til 13 stig.