Hvasst á Reykjanesbraut
Mikið hvassviðri er nú á Reykjanesbraut. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar er meðalvindur á Strandarheiði um 23 m/s og slær yfir 30 m/s í hviðum. Vindur er að suðaustan og hiti um 3 stig. Veðurstofan varar við stormi á sunnanverðu landinu. Veðrið nær hámarki um hádegið, samkvæmt spánni, en lægir þegar líða tekur á daginn.