Hvarf af vettvangi
Ökumaður á hvítum Mussojeppa yfirgaf vettvang eftir að hafa lent í árekstri við aðra bifreið um miðnættið í gær en atvikið varð neðst á Faxabraut. Ökumaðurinn er ófundinn. Einn ökumaður var gær kærður fyrir of hraðan akstur á Garðskagavegi við Leiru. Hann var mældur á 113 km hraða þar sem leyfður hámrkshraði er 90 km.