Hvar má tjalda í landi Grindavíkurbæjar?
Umhverfis- og ferðamálanefnd Grindavíkurbæjar er sammála um að fjölga þurfi skiltum sem beina gestum á tjaldsvæðið í Grindavík.
Fjöldi og staðsetningar skiltanna verða ákveðin í samráði við starfsmenn bæjarins, segir í fundargerð nefndarinnar. Þar segir einnig að bærinn þurfi að marka sér stefnu um framtíðarskipulag tjaldsvæðis.