Hvar erum við? Hvert ætlum við?
Fundur verður haldinn í Heiðarskóla á fimmtudaginn undir yfirskriftinni Hvar erum við? Hvert ætlum við? Á fundinum verður farið yfir stöðu skólans og hvert hann stefnir.
Menntun og velferð nemenda er sameiginlegt verkefni heimila og skóla og því mikilvægt að foreldrar og þeir sem starfa í grunnskólanum hittist og ræði skólastarfið.
Við vonum að foreldrar fjölmenni á fundinn.
Hvar erum við?
Hvert ætlum við?
Opinn fundur fyrir foreldra og alla áhugasama verður haldinn í Heiðarskóla fimmtudaginn 22. mars 2012
Dagskrá
kl. 16:45 Kaffi og meðlæti
kl. 17:00 Hvar erum við?
Ingvar Sigurgeirsson prófessor HÍ kynnir yfirgripsmikla rannsóknsem gerð var á skólastarfi Heiðarskóla
kl. 17:40 Kaffi og meðlæti
kl. 18:00 Hvert ætlum við?
Guðni Olgeirsson sérfræðingur hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
kynnir nýja aðalnámskrá sem felur í sér breytingar á áherslum grunnskólans
kl. 18:30 - 19:00 Pallborðsumræður um Heiðarskóla og hvert hann stefnir