Hvar er sumarið?
Þessi spurning brennur eflaust á vörum margra á þessum grámyglulega mánudagsmorgni. Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnanátt og 10-18 m/s í dag með rigningu. Á morgun snýst hann hins vegar til suðaustlægari áttar. Þá má búast við rigningu með köflum og hita 5 til 10 stig. Um miðja vikuna fer svo að létta örlítið til.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Sunnan 10-18 m/s og rigning, en hægari með kvöldinu. Suðaustan 10-18 og úrkomuminna á morgun. Hiti 5 til 10 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Sunnan 8-18 m/s, hvassast vestast. Dálítil væta sunnan- og vestanlands, en bjartviðri norðanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast NA-lands.
Á miðvikudag:
Suðaustan strekkingur og dálítil súld með köflum, en hægari og bjart með köflum norðan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag:
Austlægar áttir og dálítil súld eða þokuloft sunnan- og austanlands, en bjart með köflum norðan- og vestanlands. Hlýtt í veðri.
---
VFmynd/elg – Hann er fremur grámyglulegur þessi mánudagsmorgunn.