Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hvar er Reykjanesbær?
Mánudagur 28. febrúar 2005 kl. 18:21

Hvar er Reykjanesbær?

Settir hafa verið upp nýir vegvísar við Reykjanesbrautina á síðustu dögum við mislæg gatnamót þar sem brautin hefur verið tvöfölduð. Athugull vegfarandi hafði samband við Víkurfréttir og benti á að á vegvísunum er umferð beint til Keflavíkur en ekki Reykjanesbæjar, þó svo Reykjanesbær hafi verið til í áratug og á það lögð sérstök áhersla hjá bænum að fyrirtæki skrifi sig í Reykjanesbæ en ekki í Keflavík, Njarðvík eða Höfnum.
Vegagerðin heldur sig hins vegar við Keflavík og smellir reyndar fyrir aftan nafnið tákni fyrir flugvöllinn, þar sem það er jú löngum vitað að erlendis fljúga menn til Reykjavíkur þegar þeir fara til Íslands, en ekki Keflavíkur.

Myndin: Einn af vegvísunum góðu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024