Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvar er hundurinn þinn að skíta?
Mánudagur 22. ágúst 2011 kl. 09:57

Hvar er hundurinn þinn að skíta?


Er hundurinn þinn að skíta í garðinum hjá nágrannanum? Það virðist a.m.k. vera alltof algengt í Reykjanesbæ að hundaeigendur hirði ekki upp eftir dýrin sín. Varla er sá göngustígur þar sem ekki er að finna hundaskít og svo virðast hundaeigendur gefa hundum sínum lausan tauminn til að skíta í garðinn hjá nágrannanum.

Á myndinni hér að ofan má sjá sjálfsafgreiðslu úr hundsrassgati í efri byggðum Keflavíkur í gær. Þar venur hundur komur sínar undir svefnhergisglugga nágranna síns og gerir stykkin sín þegar nágranninn er ekki heima.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024